Segir skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2022 21:00 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar. sigurjón ólason Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda. Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“ Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“
Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09