Hálft ár síðan verkinu átti að ljúka og vegfarendur bíða spenntir eftir verklokum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2022 21:31 Arnaldur hjólar um Litluhlíð nær alla daga sem getur verið erfitt verk. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, semátti að klára átti í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum ekkert miðað við þá að reiðhjólum. Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur bíða fullir eftirvæntingar eftir að geta ferðast um ný undirgöng undir Litluhlíð. Framkvæmdir hófust við Litluhlíð fyrir neðan Bústaðarveg í maí í fyrra við gerð nýs göngu- og hjólastígar og undirganga undir götuna. Akstursgatan opnaði fyrir umferð í vetur en göngu- og hjólastígurinn er enn ekki kominn í gagnið. „Þetta er búið að vera ansi leiðinlegt ástand. Maður sá þetta byrja að gerast hérna í nóvember og maður farinn að hlakka til að geta nýtt þessi undirgöng og svo er þetta alltaf farið að frestast, lengra og lengra. Síðast heyrði maður að þetta ætti að klárast í júní og núna í júlí,“ segir Arnaldur Sigurðarson, hjólreiðamaður. Arnaldur hjólar um svæðið alla daga, til og frá vinnu, sem getur gengið erfiðlega. „Það eru í rauninni tvær leiðir í boði hérna, það er í gegnum hverfið, fram hjá skólanum með tilheyrandi umferð eða þá hérna fram hjá strætóskýlinu. En það er búið að taka umferðarljósið fyrir gangandi út af þessum nýju framkvæmdum þannig að það er engin auðveld leið hérna fram hjá,“ segir Arnaldur. @Arnaldtor Ég kvartaði opinberlega í borginni í apríl: https://t.co/2TVzJaLfIS. Það komu svör frá @reykjavik að þetta myndi klárast í júní en menn virtust slakir yfir þessu.— Erlendur (@erlendur) June 13, 2022 Arnaldur vakti athygli á stöðunni á samfélagsmiðlum og hefur fengið miklar undirtekir frá íbúum í hverfinu og vegfarendum. „Maður heyrir alltaf af þessari blessuðu aðför að einkabílnum en við hjólandi þurfum alltaf að bíða töluvert lengur eftir svona framkvæmdum.“ Fram kemur í svari Háfells ehf., verktakans sem annast framkvæmdina, að verklok hafi tafist um marga mánuði vegna aðkomu Veitna að framkvæmdinni. Áætluð verklok séu nú 10. júlí þó það geti frestast. Ég sendi ábendingu á vef Reykjavíkurborgar í apríl um seinkunina. Það var brugðist fljótt við og teipað yfir verkloksdagsetninguna. pic.twitter.com/wbpju0yjJc— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 13, 2022 „Það kemur kannski hvergi skýrara fram en hérna. Það stóð á skiltinu að þetta yrði klárað í nóvember í fyrra og það er búið að teipa fyrir það. Þannig að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ segir Arnaldur og bendir.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56