Skorturinn hefur verið í vændum til lengri tíma en í júlí 2020 sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu um mögulegan skort á eldpipar og virðist sá möguleiki nú vera að raungerast. Í apríl á þessu ári segir fyrirtækið skortinn vera orðinn alvarlegan og muni það ekki taka við frekari pöntunum eða afgreiða pantanir apríl mánaðar fyrr en í september. Þetta kemur fram í umfjöllun Los Angeles Times um málið.
Fyrirtækið segist þó ekki búast við algerum skorti þar sem það hafi enn aðgang að eldpiparnum en framleiðslan sé í miklu lágmarki. Framleiðendur vonast til þess að finna rétta tegund eldpipars frá öðrum landsvæðum, en Huy Fong Foods hefur í gegnum tíðina verið í viðskiptum við framleiðendur frá Mexíkó, Nýju Mexíkó og Kaliforníu.