Minnti alla á af hverju hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 12:30 Andrew Wiggins kom, sá og sigraði í nótt. Jed Jacobsohn/Getty Images Það má segja að hetja Golden State Warriors gegn Boston Celtics í nótt hafi í senn verið óvænt en samt ekki. Andrew Wiggins steig upp og sá til þess að Stríðsmennirnir eru nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér NBA meistaratitilinn. Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30