Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 12:01 Moshiri hefur ekki átt sjö dagana sæla í Liverpool-borg. Alex Livesey/Getty Images Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð. Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála. Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála.
Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira