Samkvæmt gögnum frá Henley & Partners hafa rússneskir auðkýfingar stöðugt verið að flýja land síðustu ár og mun innrás Rússa í Úkraínu einungis ýta undir flóttann.
Margir af þeim ríkustu í Rússlandi eru ansi ósáttir með þá ákvörðun Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, að ráðast inn í Úkraínu. Í grein The Guardian um málið segir að sögulega séð hafi mörg ríki fallið eftir að ríkasta fólkið fór að flýja land.
Rússar eru þó ekki þeir einu sem eru að missa auðkýfinga úr landi vegna stríðsins en talið er 42 prósent Úkraínumanna með auðæfi metin á yfir milljón dollara muni flýja land á árinu.
Flestir af milljónamæringunum flýja til Bretlands eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en einnig er talið að nokkuð margir muni flytja til Möltu, Máritíusar eða Mónakó.
Máritíus er skattaparadís sem þar eru engir erfðaskattar og ekki má leggja meira en þriggja prósenta skatt á alþjóðafyrirtæki. Talið er að um 150 milljónamæringar muni flytja þangað á árinu.