Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júní 2022 07:01 Apabóla Monkeypox Photo Illustrations Medical syringes and a bottle are seen with 'Monkeypox' sign and monkeypox illustrative model displayed on a screen in the background in this illustration photo taken in Krakow, Poland on May 26, 2022. (Photo by Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images) Getty/Jakub Porzycki Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. Mánuður er nú liðinn frá því að tilkynningar um apabólu utan Afríku fóru að berast í auknum mæli til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heldur tilfellum áfram að fjölga víða. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá stofnuninni, sem þó ná aðeins til 8. júní, hafa rúmlega ellefu hundruð tilfelli greinst í Evrópu. Fyrstu tvö tilfellin hér á landi greindust einmitt 8. júní en þriðja tilfellið greindist um helgina. Um er að ræða karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Evrópu. Meirihluti tilfella í Evrópu virðast vera hjá sam- eða tvíkynhneigðum karlmönnum og benda fyrirliggjandi gögn að einstaklingar smitist í nánu samneyti, til að mynda kynlífi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur af þeirri ástæðu fólk til að sýna aðgát í kynlífi og skyndikynnum, sérstaklega erlendis. Þá er fólk beðið um að vera vakandi fyrir einkennum apabólu og mæta sem fyrst í skoðun verði þeirra vart. „Við höfum verið í samvinnu við grasrótarsamtökin að útbreiða þennan boðskap og þessar leiðbeiningar til allra sem að hægt er. Þannig að við erum að reyna eins og við getum að ná til allra, það er eina leiðin sem við höfum,“ segir Þórólfur. „Svo erum við bara með miðlæga þjónustu við þetta fólk frá Landspítalanum og það er ekki mikið annað sem við getum gert, eins og staðan er.“ Ekki allir bólusettir sem verða útsettir Til er bóluefni gegn apasótt en það er af skornum skammti og ekki hefur tekist að semja um skammta til Íslands enn sem komið er. „Heilbrigðisráðuneytið er með forgöngu í því að nálgast bóluefni í Evrópu en það er bara skortur á þessum bóluefnum og framboðið er lítið, við erum að reyna að fá alla vega 80 skammta til að nota,“ segir Þórólfur. Hægt væri að nota þá skammta til að bólusetja þá sem hafa verið útsettir og talið er að gætu komið illa út úr sýkingunni, til að mynda vegna fyrirliggjandi sjúkdóma. „En það verða ekki allir bólusettir sem eru útsettir, ég held að það sé nokkuð ljóst,“ segir Þórólfur. Hann segir viðbúið að tilfellum fjölgi en á ekki von á faraldri, hvað þá í líkingu við Covid, þar sem apabólan er töluvert minna smitandi og smitast þá helst í nánu samneyti. Lítið er hægt að gera í stöðunni. Þannig nú erum við bara að bíða og sjá? „Já, það er lítið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28 Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Sjá meira
Mánuður er nú liðinn frá því að tilkynningar um apabólu utan Afríku fóru að berast í auknum mæli til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heldur tilfellum áfram að fjölga víða. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá stofnuninni, sem þó ná aðeins til 8. júní, hafa rúmlega ellefu hundruð tilfelli greinst í Evrópu. Fyrstu tvö tilfellin hér á landi greindust einmitt 8. júní en þriðja tilfellið greindist um helgina. Um er að ræða karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Evrópu. Meirihluti tilfella í Evrópu virðast vera hjá sam- eða tvíkynhneigðum karlmönnum og benda fyrirliggjandi gögn að einstaklingar smitist í nánu samneyti, til að mynda kynlífi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur af þeirri ástæðu fólk til að sýna aðgát í kynlífi og skyndikynnum, sérstaklega erlendis. Þá er fólk beðið um að vera vakandi fyrir einkennum apabólu og mæta sem fyrst í skoðun verði þeirra vart. „Við höfum verið í samvinnu við grasrótarsamtökin að útbreiða þennan boðskap og þessar leiðbeiningar til allra sem að hægt er. Þannig að við erum að reyna eins og við getum að ná til allra, það er eina leiðin sem við höfum,“ segir Þórólfur. „Svo erum við bara með miðlæga þjónustu við þetta fólk frá Landspítalanum og það er ekki mikið annað sem við getum gert, eins og staðan er.“ Ekki allir bólusettir sem verða útsettir Til er bóluefni gegn apasótt en það er af skornum skammti og ekki hefur tekist að semja um skammta til Íslands enn sem komið er. „Heilbrigðisráðuneytið er með forgöngu í því að nálgast bóluefni í Evrópu en það er bara skortur á þessum bóluefnum og framboðið er lítið, við erum að reyna að fá alla vega 80 skammta til að nota,“ segir Þórólfur. Hægt væri að nota þá skammta til að bólusetja þá sem hafa verið útsettir og talið er að gætu komið illa út úr sýkingunni, til að mynda vegna fyrirliggjandi sjúkdóma. „En það verða ekki allir bólusettir sem eru útsettir, ég held að það sé nokkuð ljóst,“ segir Þórólfur. Hann segir viðbúið að tilfellum fjölgi en á ekki von á faraldri, hvað þá í líkingu við Covid, þar sem apabólan er töluvert minna smitandi og smitast þá helst í nánu samneyti. Lítið er hægt að gera í stöðunni. Þannig nú erum við bara að bíða og sjá? „Já, það er lítið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28 Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Sjá meira
Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28
Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02