Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa rekið 166 smit til skemmtistaðarins Heaven Supermarket í Chaoyang síðan á fimmtudaginn. Til þess að sporna gegn því að fleiri smitist verða meðal annars allir íbúar skimaðir, kennsla fer fram á netinu og veitingastaðir lokaðir.
Þeir sem ekki mæta í skimun verða merktir sem svo í smáforriti í síma sínum og mega þannig ekki fara inn á svæði þar sem almenningur er.
Samkvæmt fréttaveitu Reuters voru sett upp stór járnhlið í kringum tvö íbúðarhúsnæði í Chaoyang eftir að þar hafði greinst eitt smit. Starfsfólk í sóttvarnargöllum fór inn í byggingarnar til að sótthreinsa og nú er öryggisgæsla við innganga þeirra.

Kínverjar vilja útrýma veirunni alveg og því engir sénsar teknir. Margar borgir hafa þurft að þola miklar takmarkanir vegna örfárra smita.
Íbúar Sjanghæ-borgar eru tiltölulega nýbúnir að fá frelsi sitt aftur eftir tveggja mánaða útgöngubann en tilkynntu á laugardaginn að allir 25 milljónir íbúar borgarinnar þyrftu að láta skima sig eftir að tæplega þrjátíu smit greindust í borginni.