Perrinn í stuttbuxunum Gunnar Dan Wiium skrifar 12. júní 2022 12:01 Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun