Toto kemur Hamilton til varnar: „Hefur verið að prófa nýja parta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:31 Lewis Hamilton og Toto Wolff. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, hefur komið sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton til varnar eftir að ökuþórinn var hægari en liðsfélagi sinn, George Russel, í tímatökum þriðju keppnina í röð. Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira