Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2022 23:15 Icelandair pantaði Boeing 787 Dreamliner-þotur árið 2005 en féll síðar frá kaupunum. Núna skoðar félagið aftur kaup á sömu tegund. Icelandair Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað var um flugflotamál Icelandair. Lending Boeing 737 MAX-þotu Icelandair í fyrsta flugi til Norður-Karólínu á dögunum sýnir hvernig þessa nýja tegund gerir félaginu kleift að herja á nýja áfangastaði sem forstjórinn segir að ekki hefði verið hentugt að sinna með eldri vélum félagsins. Boeing 737 MAX-þota Icelandair lendir á Raleigh-Durham flugvelli í fyrsta fluginu til Norður-Karólínu í síðasta mánuði.WRAL-TV Raleigh En þótt Maxarnir hafi reynst betri en ráðamenn Icelandair gerðu ráð fyrir vilja þeir stærri tegund á móti, vél sem tekur meiri frakt og hefur lengra flugþol. „Við erum bara að fara í það núna á næstu mánuðum að undirbúa svona, hvað eigum við að segja, keppni á milli flugvélaframleiðenda hvað þetta varðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Þessi tegund er núna á útleið eftir að hafa verið burðarklár felagsins í yfir þrjá áratugi.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Max-þotur verða 14 talsins í flota Icelandair í sumar og verða þannig aðalvél félagsins í stað Boeing 757-vélanna, sem hefur núna fækkað niður í 13 úr 25 og áforma ráðamenn Icelandair að taka þær alfarið úr notkun á næstu fjórum árum. Þeir huga jafnframt að því að finna arftaka fyrir Boeing 767-breiðþoturnar. Í flotamálum félagsins segir forstjórinn einkum tvo kosti í stöðunni: „Einn er að vera með Max-vélar og 767 með þeim. Og hugsanlega að fara svo yfir í 787. En önnur leið er svo að hefja vegferðina og fara yfir í Airbus-vélar,“ segir Bogi. Boeing 767-breiðþota frá Icelandair við Leifsstöð.Arnar Halldórsson Icelandair pantaði raunar Boeing 787 Dreamliner-breiðþotur árið 2005 en féll frá kaupunum árið 2011. Núna er aftur horft til þeirrar vélar. „En svona til framtíðar þá myndi 787 leysa 767 af hólmi, væntanlega. Við höfum verið að horfa á það í þessum módelum okkar. En, eins ég sagði áðan, svo er annar möguleiki; að færa okkur yfir í Airbus-vélar.“ Þar er einkum horft á A320 línuna. „Eins og Airbus A321 LR. Hún hentar mjög vel, virðist vera, sem svona arftaki 757 í okkar leiðakerfi. Þannig að það er sú fjölskylda sem við höfum verið að horfa til og skoða,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísland í dag fjallaði á dögunum um nýjan áfangastað Icelandair í Norður-Karólínu. Hér má sjá þáttinn: Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. 20. janúar 2022 22:45 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað var um flugflotamál Icelandair. Lending Boeing 737 MAX-þotu Icelandair í fyrsta flugi til Norður-Karólínu á dögunum sýnir hvernig þessa nýja tegund gerir félaginu kleift að herja á nýja áfangastaði sem forstjórinn segir að ekki hefði verið hentugt að sinna með eldri vélum félagsins. Boeing 737 MAX-þota Icelandair lendir á Raleigh-Durham flugvelli í fyrsta fluginu til Norður-Karólínu í síðasta mánuði.WRAL-TV Raleigh En þótt Maxarnir hafi reynst betri en ráðamenn Icelandair gerðu ráð fyrir vilja þeir stærri tegund á móti, vél sem tekur meiri frakt og hefur lengra flugþol. „Við erum bara að fara í það núna á næstu mánuðum að undirbúa svona, hvað eigum við að segja, keppni á milli flugvélaframleiðenda hvað þetta varðar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Þessi tegund er núna á útleið eftir að hafa verið burðarklár felagsins í yfir þrjá áratugi.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Max-þotur verða 14 talsins í flota Icelandair í sumar og verða þannig aðalvél félagsins í stað Boeing 757-vélanna, sem hefur núna fækkað niður í 13 úr 25 og áforma ráðamenn Icelandair að taka þær alfarið úr notkun á næstu fjórum árum. Þeir huga jafnframt að því að finna arftaka fyrir Boeing 767-breiðþoturnar. Í flotamálum félagsins segir forstjórinn einkum tvo kosti í stöðunni: „Einn er að vera með Max-vélar og 767 með þeim. Og hugsanlega að fara svo yfir í 787. En önnur leið er svo að hefja vegferðina og fara yfir í Airbus-vélar,“ segir Bogi. Boeing 767-breiðþota frá Icelandair við Leifsstöð.Arnar Halldórsson Icelandair pantaði raunar Boeing 787 Dreamliner-breiðþotur árið 2005 en féll frá kaupunum árið 2011. Núna er aftur horft til þeirrar vélar. „En svona til framtíðar þá myndi 787 leysa 767 af hólmi, væntanlega. Við höfum verið að horfa á það í þessum módelum okkar. En, eins ég sagði áðan, svo er annar möguleiki; að færa okkur yfir í Airbus-vélar.“ Þar er einkum horft á A320 línuna. „Eins og Airbus A321 LR. Hún hentar mjög vel, virðist vera, sem svona arftaki 757 í okkar leiðakerfi. Þannig að það er sú fjölskylda sem við höfum verið að horfa til og skoða,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísland í dag fjallaði á dögunum um nýjan áfangastað Icelandair í Norður-Karólínu. Hér má sjá þáttinn:
Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. 20. janúar 2022 22:45 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. 20. janúar 2022 22:45
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54