Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 18:57 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir tugi eða jafnvel hundrað manns í samfélaginu á hverjum tíma sem geti flokkast undir tifandi tímasprengjur. Vísir/Ívar Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann. Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann.
Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32
Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54