Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 18:57 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir tugi eða jafnvel hundrað manns í samfélaginu á hverjum tíma sem geti flokkast undir tifandi tímasprengjur. Vísir/Ívar Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann. Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann.
Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32
Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54