Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2022 00:00 Úkraínskir hermenn ræða saman á meðan bardagi við Rússa geisar við Severodonetsk í Luhansk héraðinu. Vísir/AP Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira