Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2022 07:01 Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu gegn þremenningunum. Vísir Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. Arnar Grant staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vítalía steig fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konum í janúar og lýsti ofbeldi sem hún segir Þórð, Ara og Hreggvið hafa beitt sig í sumarbústaðaferð í september 2020. Fram kom í frásögn Vítalíu að hún hafi mætt í bústaðinn en þegar liðið hafi á kvöldið hafi verið farið yfir öll hennar mörk. Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu gegn þremenningunum.Vísir Arnar segist munu bera vitni í máli Vítalíu, sem nú er á borði hjá lögreglu. Vítalía segist í samtali við fréttastofu ekki vera búin að gefa skýrslu í málinu. Arnar segist heldur ekki hafa gefið skýrslu en óvíst er með hvort Þórður, Ari og Hreggviður hafi verið boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglu. „Ég er vitni í málinu. Ég sá hvað gerðist og þessar lýsingar hennar, sem hún hefur komið með, þær eru ekki fjarri lagi,“ segir Arnar í samtali við fréttastofu. Þannig að þú munt bera vitni í málinu fari það fyrir dómstóla? „Já, ég mun gera það. Rétt skal vera rétt. Ég get ekki tjáð mig mikið um málið þar sem þetta er á borði lögreglu,“ segir Arnar. Hann segist ætla að bera vitni fyrir réttlætið og sannleikann. „Ég get ekkert annað og stend bara með sannleikanum.“ Sögðu af sér eða stigu til hliðar á einum degi Mál Vítaíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Uppfært 29. júní: Í frétt Fréttablaðsins um málið segir að Þórður Már, Ari og Hreggviður séu með vottorð frá Ríkislögreglustjóra þess efnis að ekki sé mál á hendur þeim til rannsóknar hjá lögreglu. MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. 22. mars 2022 10:28 Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14 Segir Vítalíu ekki hafa kært þremenningana Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. 28. júní 2022 10:28 Þremenningarnir sagðir hafa kært Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar Fréttablaðið segir Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannesson hafa kært Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. 28. júní 2022 06:51 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Arnar Grant staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vítalía steig fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konum í janúar og lýsti ofbeldi sem hún segir Þórð, Ara og Hreggvið hafa beitt sig í sumarbústaðaferð í september 2020. Fram kom í frásögn Vítalíu að hún hafi mætt í bústaðinn en þegar liðið hafi á kvöldið hafi verið farið yfir öll hennar mörk. Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu gegn þremenningunum.Vísir Arnar segist munu bera vitni í máli Vítalíu, sem nú er á borði hjá lögreglu. Vítalía segist í samtali við fréttastofu ekki vera búin að gefa skýrslu í málinu. Arnar segist heldur ekki hafa gefið skýrslu en óvíst er með hvort Þórður, Ari og Hreggviður hafi verið boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglu. „Ég er vitni í málinu. Ég sá hvað gerðist og þessar lýsingar hennar, sem hún hefur komið með, þær eru ekki fjarri lagi,“ segir Arnar í samtali við fréttastofu. Þannig að þú munt bera vitni í málinu fari það fyrir dómstóla? „Já, ég mun gera það. Rétt skal vera rétt. Ég get ekki tjáð mig mikið um málið þar sem þetta er á borði lögreglu,“ segir Arnar. Hann segist ætla að bera vitni fyrir réttlætið og sannleikann. „Ég get ekkert annað og stend bara með sannleikanum.“ Sögðu af sér eða stigu til hliðar á einum degi Mál Vítaíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Uppfært 29. júní: Í frétt Fréttablaðsins um málið segir að Þórður Már, Ari og Hreggviður séu með vottorð frá Ríkislögreglustjóra þess efnis að ekki sé mál á hendur þeim til rannsóknar hjá lögreglu.
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41 Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. 22. mars 2022 10:28 Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14 Segir Vítalíu ekki hafa kært þremenningana Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. 28. júní 2022 10:28 Þremenningarnir sagðir hafa kært Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar Fréttablaðið segir Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannesson hafa kært Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. 28. júní 2022 06:51 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. 9. júní 2022 16:41
Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. 22. mars 2022 10:28
Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14
Segir Vítalíu ekki hafa kært þremenningana Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. 28. júní 2022 10:28
Þremenningarnir sagðir hafa kært Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar Fréttablaðið segir Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannesson hafa kært Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. 28. júní 2022 06:51