Íslenskur vafri sem heldur utan um tölvupóstinn, dagatalið og hlaðvörpin Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 23:35 Vivaldi vafrinn er íslenskt hugvit. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Osló en þróun vafrans fer líka fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Vísir Íslenska fyrirtækið Vivaldi hefur uppfært netvafrann sinn og bætt við innbyggðu póstforriti, dagatali og lesara fyrir strauma. Hægt er að sameina marga tölvupóstreikninga í vafranum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto.
Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira