Klara bað Ólaf afsökunar og málið afgreitt Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júní 2022 08:01 Ólafur Kristjánsson fór yfir málin með Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í vikunni. Mynd/Daníel Ólafur H. Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi að Blikar hefðu verið ósáttir við vinnubrögð KSÍ er leikmenn liðsins voru valdir í A-landslið karla í vikunni. Hann átti samtal við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og allir skildu sáttir. Þrír Blikar, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson, voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó sem Ísland vann 1-0 á fimmtudagskvöld. Greint var frá því í Þungavigtinni í gær að leikmennirnir sem um ræðir hafi verið kvaddir inn í hópinn nánast um miðja nótt (aðfaranótt þriðjudags), félagið hafi ekki verið látið vita og einum leikmanni hafi verið lofaður meiri spiltími en raun bar vitni. Damir Muminovic, einn þeirra sem kallaður var upp í landsliðshópinn, vísaði þeim fregnum til föðurhúsanna á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Hann sagði fréttaflutning í Þungavigtinni einfaldlega rangan: „Ekki misskilja mig. Þessi frétt er bull.“ Eitthvað var þó til í því sem fram kom, ef marka má Ólaf H. Kristjánsson, yfirmann knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur staðfestir að samskipti KSÍ við félagið hafi verið af skornum skammti. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Ólafur staðfestir ósætti við vinnubrögð KSÍ Samkvæmt Ólafi var vissulega samskiptaleysi milli KSÍ og Breiðabliks en aðeins hafi verið haft samband við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara félagsins, á mánudagskvöldið þar sem, samkvæmt skilningi Ólafs, var Óskari einungis tilkynnt að leikmennirnir þrír væru á meðal þeirra sem væru til skoðunar að taka inn í hópinn. Ekki fylgir sögunni hvaða starfsmaður sambandsins hafði samband við Óskar. „Það var á mánudagskvöldið sem var haft samband við Óskar og hann spurður um stöðuna á Höskuldi, Jasoni og Damir. Spurt var hvort það væri ekki í góðu lagi að taka þá inn í þennan hóp fyrir leikinn við San Marínó,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segir engan annan hjá Blikum hafa heyrt frá sambandinu og menn í Kópavogi hafi frétt af brottför félaganna þegar KSÍ tilkynnti opinberlega um málið morguninn eftir. „Ég þekki ekki samskiptin þar [milli Óskars og KSÍ], nema bara þetta að þeir væru á meðal kandídata að fara í þann leik. En svo sjáum við bara á þriðjudagsmorgninum að þeir væru að fara. Óskar var svo sem ekkert að hringja í mig á miðnætti að segja mér að þeir væru valdir enda ekki í hans verkahring,“ segir Ólafur sem ýjar þar með að því að Óskar Hrafn hafi hlotið símtalið seint á mánudagskvöldinu. „Ég benti á það [við KSÍ] að mér þætti eðlilegri samskipti að það yrði send einhver tilkynning eða skilaboð á okkur, félagið. Þar sem að leikmennirnir sem eru valdir fara á þriðjudegi og keppa á fimmtudegi, þannig að við gætum gert ráðstafanir með að manna æfingahópinn,“ segir Ólafur. Kallar eftir lágmarkssamskiptum og fékk loforð um betrun Ólafur kveðst hafa haft samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, vegna málsins og verið beðinn afsökunar á vinnubrögðunum. „Svo er það líka bara samskipti, að láta vita, þannig að maður mæti þeim ekki á tröppunum hérna þar sem þeir eru að sækja skóna sína og segjast vera farnir í landsliðið,“ segir Ólafur og bætir við: „Klara tók bara vel í það og baðst afsökunar á því og sögðu að þau myndu reyna að bæta úr þessu. Þannig að það er bara búið að klára það mál.“ Ólafur segir eðlilega kröfu að sambandið láti félag vita undir þessum kringumstæðum. Hann fagnar þá viðbrögðum Klöru við kvörtuninni og vonast til að bætur verði á. „Þegar að menn eru valdir í landslið þá er bara alls staðar eðlilegt að senda á félagið. Þeir eru leikmenn félagsins, það er heiður fyrir okkur að þeir séu valdir í landsliðið, þannig að það er ekki flókið að senda einn tölvupóst á hlutaðeigandi og upplýsa um valið og hvenær leikmenn verði í burtu. Það er mín skoðun og dæmi um fagleg vinnubrögð,“ „Klara brást vel við og vonandi verður þetta betra í framtíðinni.“ segir Ólafur. KSÍ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Þrír Blikar, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson, voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó sem Ísland vann 1-0 á fimmtudagskvöld. Greint var frá því í Þungavigtinni í gær að leikmennirnir sem um ræðir hafi verið kvaddir inn í hópinn nánast um miðja nótt (aðfaranótt þriðjudags), félagið hafi ekki verið látið vita og einum leikmanni hafi verið lofaður meiri spiltími en raun bar vitni. Damir Muminovic, einn þeirra sem kallaður var upp í landsliðshópinn, vísaði þeim fregnum til föðurhúsanna á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Hann sagði fréttaflutning í Þungavigtinni einfaldlega rangan: „Ekki misskilja mig. Þessi frétt er bull.“ Eitthvað var þó til í því sem fram kom, ef marka má Ólaf H. Kristjánsson, yfirmann knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur staðfestir að samskipti KSÍ við félagið hafi verið af skornum skammti. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Ólafur staðfestir ósætti við vinnubrögð KSÍ Samkvæmt Ólafi var vissulega samskiptaleysi milli KSÍ og Breiðabliks en aðeins hafi verið haft samband við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara félagsins, á mánudagskvöldið þar sem, samkvæmt skilningi Ólafs, var Óskari einungis tilkynnt að leikmennirnir þrír væru á meðal þeirra sem væru til skoðunar að taka inn í hópinn. Ekki fylgir sögunni hvaða starfsmaður sambandsins hafði samband við Óskar. „Það var á mánudagskvöldið sem var haft samband við Óskar og hann spurður um stöðuna á Höskuldi, Jasoni og Damir. Spurt var hvort það væri ekki í góðu lagi að taka þá inn í þennan hóp fyrir leikinn við San Marínó,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segir engan annan hjá Blikum hafa heyrt frá sambandinu og menn í Kópavogi hafi frétt af brottför félaganna þegar KSÍ tilkynnti opinberlega um málið morguninn eftir. „Ég þekki ekki samskiptin þar [milli Óskars og KSÍ], nema bara þetta að þeir væru á meðal kandídata að fara í þann leik. En svo sjáum við bara á þriðjudagsmorgninum að þeir væru að fara. Óskar var svo sem ekkert að hringja í mig á miðnætti að segja mér að þeir væru valdir enda ekki í hans verkahring,“ segir Ólafur sem ýjar þar með að því að Óskar Hrafn hafi hlotið símtalið seint á mánudagskvöldinu. „Ég benti á það [við KSÍ] að mér þætti eðlilegri samskipti að það yrði send einhver tilkynning eða skilaboð á okkur, félagið. Þar sem að leikmennirnir sem eru valdir fara á þriðjudegi og keppa á fimmtudegi, þannig að við gætum gert ráðstafanir með að manna æfingahópinn,“ segir Ólafur. Kallar eftir lágmarkssamskiptum og fékk loforð um betrun Ólafur kveðst hafa haft samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, vegna málsins og verið beðinn afsökunar á vinnubrögðunum. „Svo er það líka bara samskipti, að láta vita, þannig að maður mæti þeim ekki á tröppunum hérna þar sem þeir eru að sækja skóna sína og segjast vera farnir í landsliðið,“ segir Ólafur og bætir við: „Klara tók bara vel í það og baðst afsökunar á því og sögðu að þau myndu reyna að bæta úr þessu. Þannig að það er bara búið að klára það mál.“ Ólafur segir eðlilega kröfu að sambandið láti félag vita undir þessum kringumstæðum. Hann fagnar þá viðbrögðum Klöru við kvörtuninni og vonast til að bætur verði á. „Þegar að menn eru valdir í landslið þá er bara alls staðar eðlilegt að senda á félagið. Þeir eru leikmenn félagsins, það er heiður fyrir okkur að þeir séu valdir í landsliðið, þannig að það er ekki flókið að senda einn tölvupóst á hlutaðeigandi og upplýsa um valið og hvenær leikmenn verði í burtu. Það er mín skoðun og dæmi um fagleg vinnubrögð,“ „Klara brást vel við og vonandi verður þetta betra í framtíðinni.“ segir Ólafur.
KSÍ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti