Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 12:14 Það hefur verið stormasamt um nokkur mál ríkisstjórnarinnar eins og útlendingafrumvarpið. Þótt samið hafi verið um afgreiðslu mála fyrir þinghlé er ekki ósennilegt að tekist verði á um rammaáætlun og aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu dögum þings svo eitthvað sé nefnt. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20