Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 12:14 Það hefur verið stormasamt um nokkur mál ríkisstjórnarinnar eins og útlendingafrumvarpið. Þótt samið hafi verið um afgreiðslu mála fyrir þinghlé er ekki ósennilegt að tekist verði á um rammaáætlun og aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu dögum þings svo eitthvað sé nefnt. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20