Fótbolti

Silva lagði upp bæði mörk Portúgals

Hjörvar Ólafsson skrifar
Bernardo Silva lagði sitt af mörkum í sigri Portúgals í kvöld. 
Bernardo Silva lagði sitt af mörkum í sigri Portúgals í kvöld.  Vísir/Getty

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Portúgal og Spánn unnu sigra í leikjum sínum í riðli 2 í A-deilk keppninnar. 

Portúgal fór með 2-0 sigur af hólmi þegar liðið fékk Tékkland í heimsókn á Estadio Jose Alvalade í Lissabon. 

João Cancelo skoraði fyrra mark Portúgals í leiknum eftir stoðsendingu frá samherja sínum hjá Manchester City, Bernardo Silva. 

Silva lagði svo upp annað mark sitt í leiknum þegar Gonçalo Guedes gulltryggði sigur Portúgala sem eru á toppi riðilsins með sjö stig. 

Spánn er svo í öðru sæti riðilsins með fimm stig en Spánverjar höfðu betur á móti Sviss með einu marki gegn engu í Genf. 

Það var Pablo Sarabia sem skoraði sigurmark Spánar eftir sendingu fá Llorente. 

Norðmenn náðu svo ekki að nýta sér liðsmuninn þegar liðið fékk Slóvena í heimsókn á Ullevaal í Osló í riðli 4 í B-deild keppninnar. 

Miha Blažić var vísað af velli með rauðu spjaldi eftir rúmlega klukkutíma leik en niðurstaðan varð markalaust jafntefli. 

Luka Jović skoraði svo sigurmark Serba sem báru sigurorð af Svíþjóð, 1-0, í leik liðanna á Friends Arena í Stokkhólmi. 

Noregur er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, Serbía í öðru sæti með sex stig, Svíar í því þriðja með þrjú stig og Slóvenar fengu sitt fyrsta stig í riðlinum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×