Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 12:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir ný breyttar reglur lífeyrissjóða færa tugi milljarða frá yngri kynslóðum til þeirra eldri. Stöð 2/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02
Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01