Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 12:00 KR-ingar skulduðu KKÍ pening og þurftu að greiða tvöfalt þátttökugjald fyrir veturinn vegna seinagangs. Vísir/Bára Dröfn Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn. Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes. Subway-deild karla KR Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes.
Subway-deild karla KR Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira