Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 12:00 KR-ingar skulduðu KKÍ pening og þurftu að greiða tvöfalt þátttökugjald fyrir veturinn vegna seinagangs. Vísir/Bára Dröfn Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn. Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes. Subway-deild karla KR Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes.
Subway-deild karla KR Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira