Fjalla um mál Gylfa Þórs: Segja fartölvuna hafa verið tekna af honum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 09:08 Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekkert spilað í rúmlega ár eftir að hann var handtekinn fyrir brot gegn ólögráða stúlku. EPA-EFE/PETER POWELL Á vef The Athletic er fjallað um ónefndan knattspyrnumann ensku úrvalsdeildarinnar sem er undir rannsókn vegna brots gegn ólögráða stúlku. Leikmaðurinn sem um er ræðir er Gylfi Þór Sigurðsson. Nú er tæpt ár síðan Gylfi Þór var handtekinn. Mál hans er enn til meðferðar hjá lögreglu sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Hann sætir nú farbanni sem rennur út 16. júlí næstkomandi. Daniel Taylor, rannsóknarblaðamaður á The Athletic, fjallar um málið í grein sem birtist nú í morgun. Gylfi Þór er ekki nafngreindur í greininni, frekar en í fyrri umfjöllun breskra fjölmiðla um mál hans. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Landsliðsmaðurinn hefur áður verið nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum. Á vef The Athletic segir að Gylfi Þór hafi verið fluttur í svokallað öryggishús eftir að lögreglan handtók hann. Þar segir einnig að Everton, vinnuveitandi Gylfa Þórs, hafi aðstoðað hann við að finna hús en enginn hjá félaginu tekur þó undir það. Einnig segist Daniel hafa öruggar heimildir fyrir því að fartölva Gylfa Þórs hafi verið tekin af honum og þá er minnst á að sögusagnir séu uppi um að límt hafi verið fyrir alla þakgluggana þar sem Gylfi Þór dvelur nú. Ku það hafa verið gert til að ekki sé hægt að taka myndir í gegnum gluggana. It's almost a year since an unnamed footballer was arrested on suspicion of child sex offences.What we know so far and how his club have dealt with it: crisis management, moving him to a 'safe house' and waiting to hear if charges will follow.https://t.co/YGlTr53ci4— Daniel Taylor (@DTathletic) June 9, 2022 Þann 16. júlí verður liðið slétt ár síðan Gylfi Þór var handtekinn. Síðan þá hefur honum verið veitt lausn gegn tryggingu fimm sinnum en hann hefur ekki mátt yfirgefa Bretlandseyjar vegna málsins. Fótbolti Enski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Nú er tæpt ár síðan Gylfi Þór var handtekinn. Mál hans er enn til meðferðar hjá lögreglu sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Hann sætir nú farbanni sem rennur út 16. júlí næstkomandi. Daniel Taylor, rannsóknarblaðamaður á The Athletic, fjallar um málið í grein sem birtist nú í morgun. Gylfi Þór er ekki nafngreindur í greininni, frekar en í fyrri umfjöllun breskra fjölmiðla um mál hans. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Landsliðsmaðurinn hefur áður verið nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum. Á vef The Athletic segir að Gylfi Þór hafi verið fluttur í svokallað öryggishús eftir að lögreglan handtók hann. Þar segir einnig að Everton, vinnuveitandi Gylfa Þórs, hafi aðstoðað hann við að finna hús en enginn hjá félaginu tekur þó undir það. Einnig segist Daniel hafa öruggar heimildir fyrir því að fartölva Gylfa Þórs hafi verið tekin af honum og þá er minnst á að sögusagnir séu uppi um að límt hafi verið fyrir alla þakgluggana þar sem Gylfi Þór dvelur nú. Ku það hafa verið gert til að ekki sé hægt að taka myndir í gegnum gluggana. It's almost a year since an unnamed footballer was arrested on suspicion of child sex offences.What we know so far and how his club have dealt with it: crisis management, moving him to a 'safe house' and waiting to hear if charges will follow.https://t.co/YGlTr53ci4— Daniel Taylor (@DTathletic) June 9, 2022 Þann 16. júlí verður liðið slétt ár síðan Gylfi Þór var handtekinn. Síðan þá hefur honum verið veitt lausn gegn tryggingu fimm sinnum en hann hefur ekki mátt yfirgefa Bretlandseyjar vegna málsins.
Fótbolti Enski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira