Sóttu jólastyttu fulla af kókaíni á pósthúsið á Stórhöfða Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 08:08 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings þar sem þeir sóttu pakka á pósthús þar sem í var jólastytta með um kíló af kókaíni innan í. Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins. Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins.
Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira