Krabbameinið hvarf: Nýtt lyf vekur athygli og von Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2022 15:29 Rannsakendur og þátttakendur. Memorial Sloan-Kettering Cancer Center Niðurstöður nýrrar lyfjarannsóknar hafa vakið gríðarlega athygli og von meðal lækna og krabbameinssjúklinga en allir þátttakendur rannsóknarinnar virðast hafa læknast af krabbameini eftir stutta lyfjameðferð. Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab. Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab.
Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira