Fær eina og hálfa milljón vegna aðgerða lögreglu í vændismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 11:18 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða karlmanni 1,5 milljónir króna í bætur vegna umfangsmikilla rannsóknaraðgerða og þvingunarráðstafana í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum mannsins, sem tengdust meðal annars vændi. Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira