Vertuo fleytir kaffimenningu Íslendinga inn í aðra vídd Nespresso 8. júní 2022 11:30 Splunkuný vörulína og kaffivél er komin á markað frá Nespresso sem getur hellt upp á heila kaffikönnu. „Við Íslendingar höfum alltaf drukkið mikið af uppáhelltu kaffi en þessi vél gjörbreytir leiknum. Það er svo gaman að geta boðið upp á gott kaffi þegar það koma gestir eða njóta um helgar með fjölskyldunni og með Vertuo verður kaffiupplifunin einstök,“ segir Erla Björk Gunnarsdóttir verslunarstjóri Nespresso á Íslandi en splunkuný vörulína og kaffivél er komin á markað frá Nespresso sem getur hellt upp á heila kaffikönnu. Vélin heitir Vertuo Next og í hana fara stök hylki líkt og í aðrar vélar Nespresso. Galdurinn við kaffiupplifuninni felst svo í tækninni. Ívar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nespresso á Íslandi og Erla Björk Gunnarsdóttir verslunarstjóri Nespresso á Íslandi. Meiri kaffifroða sem undirstrikar gæðin „Þetta er byltingarkennd tækni sem skilar enn meiri gæðum en við höfum áður kynnst. Þarna erum við komin með kaffibarþjóninn heim í eldhús, nema Vertuo líkt og annað kaffi frá Nespresso skilar alltaf nákvæmlega sömu útfærslu á hverjum bolla,“ segir Ívar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nespresso á Íslandi. „Nýjungin við Vertuo felst ekki síst í því að það fyrsta sem kemur úr vélinni er froðan eða „crema“ en í henni er mikið bragð og ilmur og því lykilatriði að blanda henni saman við kaffið sjálft til að njóta bragðsins til fullnustu,“ segir Ívar og Erla bætir við að athafnirnar sem gjarnan fylgja kaffimenningunni séu hluti af upplifuninni og sjónræni þátturinn sé ekki síst mikilvægur. „Það er skemmtilegast að hella upp á í glerbolla til að sjá froðuna og finna ilminn meðan hún er hrærð saman við kaffið. Svo er hægt að kaupa bragðbætt kaffi með náttúrulegum bragðefnum, vanillu, heslihnetu og karamellu. Bragðbætta kaffið er til dæmis frábært fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í kaffimenningunni og bæta þá kannski flóaðri mjólk út í,“ segir Erla. Hægt er að fá yfir þrjátíu mismunandi tegundir af hylkjum í 5 mismunandi stærðum í Vertuo og allir ættu því að geta fundið sitt uppáhalds kaffi. Vertuo Next getur hellt upp á heila könnu af kaffi eða 535 ml, sem samsvarar fjórum bollum, úr einu hylki en einnig er hægt að hella upp á espresso (40 ml), double espresso (80 ml), gran lungo (150 ml) og svo stóran bolla eða „mug“ (230 ml). Hvert hylki er með strikamerki sem vélin les og veit þá nákvæmt vatnsmagn, hitastig vatnsins og snúningshraða við uppáhellinguna á hverju hylki. Umhverfisvernd og sjálfbær ræktun Hylkin eru úr endurvinnanlegu áli en Nespresso leggur mikla áherslu á endurvinnslu og umhverfisvernd. „Álið er best til þess fallið að passa upp á gæðin í kaffinu sjálfu, það kemst ekkert súrefni, raki né sólarljós að fyrr en helt er upp á hvern bolla eða könnu,“ útskýrir Ívar. „Álið er endurvinnanlegt og viðskiptavinir safna notuðum hylkjum í endurvinnslupoka sem þeir fá við kaup á kaffi. Pokunum er hægt að skila í verslarnir Nespresso, á afhendingarstöðum Dropp eða við heimsendingu á vefpöntunum bæði á og utan höfuborgarsvæðis en bílstjórar taka við pokunum og koma þeim til okkar. Íslendingar eru duglegir að endurvinna og til dæmis eru nær fullar heimtur á hylkjum frá fyrirtækjum sem nýta sér fyrirstækjalausnir Nespresso, heimilin standa sig líka vel en við viljum alltaf gera betur og fá alla með. Þá hefur Nespresso lagt mikla áherslu á gott samstarf við kaffibændur og greiða sem dæmi yfirverð fyrir baunirnar til þess að styðja við sjálfbærni í rekstri og þróun í ræktun. Yfir fimmhundruð jarðræktarfræðingar frá Nespresso ferðast milli bænda og veita ráðgjöf um allan heim. Það er líka gaman að segja frá því að rekstur Nespresso á Íslandi er að fullu kolefnisjafnaður og hefur verið það frá árinu 2019,“ útskýrir Ívar. Matur Drykkir Hús og heimili Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Sjá meira
Vélin heitir Vertuo Next og í hana fara stök hylki líkt og í aðrar vélar Nespresso. Galdurinn við kaffiupplifuninni felst svo í tækninni. Ívar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nespresso á Íslandi og Erla Björk Gunnarsdóttir verslunarstjóri Nespresso á Íslandi. Meiri kaffifroða sem undirstrikar gæðin „Þetta er byltingarkennd tækni sem skilar enn meiri gæðum en við höfum áður kynnst. Þarna erum við komin með kaffibarþjóninn heim í eldhús, nema Vertuo líkt og annað kaffi frá Nespresso skilar alltaf nákvæmlega sömu útfærslu á hverjum bolla,“ segir Ívar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nespresso á Íslandi. „Nýjungin við Vertuo felst ekki síst í því að það fyrsta sem kemur úr vélinni er froðan eða „crema“ en í henni er mikið bragð og ilmur og því lykilatriði að blanda henni saman við kaffið sjálft til að njóta bragðsins til fullnustu,“ segir Ívar og Erla bætir við að athafnirnar sem gjarnan fylgja kaffimenningunni séu hluti af upplifuninni og sjónræni þátturinn sé ekki síst mikilvægur. „Það er skemmtilegast að hella upp á í glerbolla til að sjá froðuna og finna ilminn meðan hún er hrærð saman við kaffið. Svo er hægt að kaupa bragðbætt kaffi með náttúrulegum bragðefnum, vanillu, heslihnetu og karamellu. Bragðbætta kaffið er til dæmis frábært fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í kaffimenningunni og bæta þá kannski flóaðri mjólk út í,“ segir Erla. Hægt er að fá yfir þrjátíu mismunandi tegundir af hylkjum í 5 mismunandi stærðum í Vertuo og allir ættu því að geta fundið sitt uppáhalds kaffi. Vertuo Next getur hellt upp á heila könnu af kaffi eða 535 ml, sem samsvarar fjórum bollum, úr einu hylki en einnig er hægt að hella upp á espresso (40 ml), double espresso (80 ml), gran lungo (150 ml) og svo stóran bolla eða „mug“ (230 ml). Hvert hylki er með strikamerki sem vélin les og veit þá nákvæmt vatnsmagn, hitastig vatnsins og snúningshraða við uppáhellinguna á hverju hylki. Umhverfisvernd og sjálfbær ræktun Hylkin eru úr endurvinnanlegu áli en Nespresso leggur mikla áherslu á endurvinnslu og umhverfisvernd. „Álið er best til þess fallið að passa upp á gæðin í kaffinu sjálfu, það kemst ekkert súrefni, raki né sólarljós að fyrr en helt er upp á hvern bolla eða könnu,“ útskýrir Ívar. „Álið er endurvinnanlegt og viðskiptavinir safna notuðum hylkjum í endurvinnslupoka sem þeir fá við kaup á kaffi. Pokunum er hægt að skila í verslarnir Nespresso, á afhendingarstöðum Dropp eða við heimsendingu á vefpöntunum bæði á og utan höfuborgarsvæðis en bílstjórar taka við pokunum og koma þeim til okkar. Íslendingar eru duglegir að endurvinna og til dæmis eru nær fullar heimtur á hylkjum frá fyrirtækjum sem nýta sér fyrirstækjalausnir Nespresso, heimilin standa sig líka vel en við viljum alltaf gera betur og fá alla með. Þá hefur Nespresso lagt mikla áherslu á gott samstarf við kaffibændur og greiða sem dæmi yfirverð fyrir baunirnar til þess að styðja við sjálfbærni í rekstri og þróun í ræktun. Yfir fimmhundruð jarðræktarfræðingar frá Nespresso ferðast milli bænda og veita ráðgjöf um allan heim. Það er líka gaman að segja frá því að rekstur Nespresso á Íslandi er að fullu kolefnisjafnaður og hefur verið það frá árinu 2019,“ útskýrir Ívar.
Matur Drykkir Hús og heimili Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Sjá meira