Lífið samstarf

Iittala frá A til Ö í hillum Vogue

Vogue fyrir heimilið
Iittala er Íslendingum að góðu kunnugt og eitt þeirra skandinavísku hönnunarmerkja sem náð hafa hvað mestum vinsældum hér á landi.
Iittala er Íslendingum að góðu kunnugt og eitt þeirra skandinavísku hönnunarmerkja sem náð hafa hvað mestum vinsældum hér á landi.

Eitt mesta úrval landsins af vörum finnska hönnunarrisans Iittala er nú að finna í Vogue fyrir heimilið.

„Þetta er frábær viðbót við vöruúrvalið hjá okkur en við erum þegar með um þúsund hluti á lager hjá okkur. Ittala framleiðir breiða línu af fallegum vörum til heimilisins sem falla vel að íslenskum smekk,“ segir Steinn Kári hjá Vogue fyrir heimilið.

Klippa: Iittala í Vogue fyrir heimilið

Iittala er Íslendingum að góðu kunnugt og eitt þeirra skandinavísku hönnunarmerkja sem náð hafa hvað mestum vinsældum hér á landi. Vinsældir Iittala á teygja sig áratugi aftur og voru glös og skálar frá Iittala til dæmis vinsæl brúðkaupsgjöf kynslóðar afa og ömmu, enda um tímalausa og fágaða hönnun að ræða.

Hönnuðirnir Kai Frank og Alvar Aalto lögðu línurnar að hugmyndafræði Iittala á tuttugusti öldinni en þeir lögðu einmitt áherslu á að hver hlutur ætti að vera fallegur, tímalaus og endingargóður. Saga Iiittala teygir sig þó allt til ársins 1881 þegar framleiðsla hófst á glervörum. Í byrjun tuttugustu aldar hófst framleiðsla á leirvörum og þá bættust stálvörur við vörulínuna. Í dag er Iittala í samstarfi við fjölmarga hönnuði og listamenn og framleiðir breiða línu heimilisvara og skrautmuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×