Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2022 11:01 Platini og Blatter hafa þegar verið dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta en gætu átt frekari refsingu yfir höfði sér. Martin Rose/Getty Images Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní. FIFA Sviss Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní.
FIFA Sviss Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira