María á EM og markmiðið er verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2022 16:29 María Þórisdóttir er á leið á EM líkt og fyrir fimm árum. Getty/Boris Streubel María Þórisdóttir er á sínum stað í norska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í fótbolta í Englandi í næsta mánuði. Norðmenn kynntu lokahóp sinn í dag. Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon). Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon).
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira