„Ég vil að menn fari í A-landsliðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 15:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðsins, segir sína menn þurfa að einblína á sjálfa sig. Vísir/Stöð 2 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Íslands, segir leikmenn liðsins hafa fylgst vel með þegar Kýpur vann Grikkland 3-0 í riðli Íslands í gær. Úrslitin halda vonum Íslands um EM-sæti á lífi. „Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
„Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu