„Ég vil að menn fari í A-landsliðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 15:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðsins, segir sína menn þurfa að einblína á sjálfa sig. Vísir/Stöð 2 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Íslands, segir leikmenn liðsins hafa fylgst vel með þegar Kýpur vann Grikkland 3-0 í riðli Íslands í gær. Úrslitin halda vonum Íslands um EM-sæti á lífi. „Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
„Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira