Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 17:01 Phil Mickelson hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild. Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira