Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 17:01 Phil Mickelson hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild. Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira