Ráðning Los Angeles Lakers á Darvin Ham þýðir að nú eru 15 aðalþjálfarar í NBA deildinni svartir á hörund. Alls eru 30 lið í deildinni og Charlotte Hornets á eftir að ráða nýjan þjálfara.
Þetta er gríðarlegur munur frá því tímabilið 2020-2021 þegar allir nema sjö aðalþjálfarar voru hvítir á hörund.
Silver segir þetta skref í rétta átt og er mjög stoltur af því hvernig deildin hefur þróast í þessum málum. Hann vonar að í framtíðinni verði svona hlutir ekki fréttnæmir og þetta verið hið nýja norm.
Þó þetta hljómi eðlilegt þá er það ekki þegar kemur að öðrum íþróttum í Bandaríkjunum. Til að mynda eru aðeins tveir þjálfarar í NFL-deildinni svartir en deildin telur alls 32 lið.