Selenskí að vígstöðvunum á meðan harðir bardagar geisa Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 09:16 Stund milli stríða hjá úkraínskum hermanni í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu. AP/Bernat Armangue Harðir bardagar geisa nú við borgina Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti hermenn á austurvígstöðvunum til að stappa í þá stálinu í gær. Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11
Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24