Sport

Bætti eigið Íslandsmet

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elísabet Rut bætti eigið met í dag.
Elísabet Rut bætti eigið met í dag. mynd/ioc photos

Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir, úr ÍR, bætti í dag eigið Íslandsmet á móti sem fram fer í Þýskalandi. 

Elísabet átti Íslandsmetið sem hún setti í apríl í fyrra með kasti upp á 64,39 metra. Hún og Vigdís Jónsdóttir höfðu þá skipst á því að bæta metið en Elísabet náði Íslandsmetinu fyrst árið 2020, þegar hún var aðeins 16 ára gömul.

Hún var meðal keppenda á Spar­kassen Hammerwurf-mótinu í Fränk­isch-Crumbach í Þýskalandi í morgun þar sem tvö köst voru yfir fyrra meti. Það lengra 65,35 metrar og bætir Elísabet því eigið met um rúman metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×