Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 20:31 Þóra er ein þekktasta óperusöngkona þjóðarinnar. LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. Þetta skrifar Þóra í færslu á Facebook en Landsréttur dæmdi í síðustu viku henni í vil í máli hennar gegn Íslensku óperunni. Þóra höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa en deilumálið snerist um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er vörðuðu launagreiðslur og yfirvinnu í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Þóra hafði gert verktakasamning við óperuna vegna uppsetningarinnar en óperan hafnaði að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem dæmdi Íslensku óperunni í vil en Landsréttur sneri þeim dómi við. Segir sér ekki kunnugt um vilja til samtals um breytta kjarasamninga Stjórn Íslensku óperunnar sendu í gær út fréttatilkynningu þar sem hún sagðist una dómi Landsréttar og búið væri að greiða Þóru og öðrum söngvurum sýningarinar Brúðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöður dómsins. Þóra segir það ekki rétt. „Ég hef ekkert heyrt frá ÍÓ, hvorki frá stjórn né óperustjóra og engar greiðslur hafa borist til mín nú rúmum sólarhring eftir að þessi tilkynningi birtist þar sem fullyrt er að stefnanda hafi þegar verið greitt,“ skrifar Þóra í færslu á Facebook. „Sömuleiðis er mér ekki kunnugt um að það sé vilji til samtals um að breyta kjarasamningum okkar enda eru þeir skýrir og bjóða ekki upp á tilefni til „óvissu né ágreinings“ sé farið eftir þeim,“ segir hún. Hún vísar þar í tilkynningu stjórnar þar sem fram kom óperan hafi haft frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara væri best komið í framtíðinni, „svo ekki verði tilefni til óvissu né ágreinings.“ Stjórn Íslensku óperunnar sendi fréttastofu áréttingu eftir að fréttin birtist þar sem stjórnin segir að bæði málskostnaður, 2,8 milljónir króna, og upphæðin sem henni var dæmd, tæpar 640 þúsund krónur, hafi þegar verið lagðar inn á fjárvörslureikning lögmanns hennar í samræmi við það sem beðið var um. Stjórn íslensku óperunnar sendi meðfylgjandi kvittun því til sönnunar að Þóru hafi verið greiddar dæmdar bætur.Stjórn íslensku óperunnar Þóra segist í færslunni hafa fundið fyrir miklum stuðningi og gleði um allt samfélagið fyrir sína hönd og allra söngvara. „Hamingjuóskir hafa borist til mín víða að, sérstaklega frá tónlistarfólki en einnig öðru listafólki og velunnurum lista í landinu. Ókunnugir stoppa mig á götu og óska til hamingju,“ skrifar Þóra. „Ég hef aldrei upplifað annað eins og þetta er mér mikils virði eftir þennan erfiða tíma. Takk allir innilega fyrir stuðninginn.“ Íslenska óperan Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Þetta skrifar Þóra í færslu á Facebook en Landsréttur dæmdi í síðustu viku henni í vil í máli hennar gegn Íslensku óperunni. Þóra höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa en deilumálið snerist um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er vörðuðu launagreiðslur og yfirvinnu í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Þóra hafði gert verktakasamning við óperuna vegna uppsetningarinnar en óperan hafnaði að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem dæmdi Íslensku óperunni í vil en Landsréttur sneri þeim dómi við. Segir sér ekki kunnugt um vilja til samtals um breytta kjarasamninga Stjórn Íslensku óperunnar sendu í gær út fréttatilkynningu þar sem hún sagðist una dómi Landsréttar og búið væri að greiða Þóru og öðrum söngvurum sýningarinar Brúðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöður dómsins. Þóra segir það ekki rétt. „Ég hef ekkert heyrt frá ÍÓ, hvorki frá stjórn né óperustjóra og engar greiðslur hafa borist til mín nú rúmum sólarhring eftir að þessi tilkynningi birtist þar sem fullyrt er að stefnanda hafi þegar verið greitt,“ skrifar Þóra í færslu á Facebook. „Sömuleiðis er mér ekki kunnugt um að það sé vilji til samtals um að breyta kjarasamningum okkar enda eru þeir skýrir og bjóða ekki upp á tilefni til „óvissu né ágreinings“ sé farið eftir þeim,“ segir hún. Hún vísar þar í tilkynningu stjórnar þar sem fram kom óperan hafi haft frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara væri best komið í framtíðinni, „svo ekki verði tilefni til óvissu né ágreinings.“ Stjórn Íslensku óperunnar sendi fréttastofu áréttingu eftir að fréttin birtist þar sem stjórnin segir að bæði málskostnaður, 2,8 milljónir króna, og upphæðin sem henni var dæmd, tæpar 640 þúsund krónur, hafi þegar verið lagðar inn á fjárvörslureikning lögmanns hennar í samræmi við það sem beðið var um. Stjórn íslensku óperunnar sendi meðfylgjandi kvittun því til sönnunar að Þóru hafi verið greiddar dæmdar bætur.Stjórn íslensku óperunnar Þóra segist í færslunni hafa fundið fyrir miklum stuðningi og gleði um allt samfélagið fyrir sína hönd og allra söngvara. „Hamingjuóskir hafa borist til mín víða að, sérstaklega frá tónlistarfólki en einnig öðru listafólki og velunnurum lista í landinu. Ókunnugir stoppa mig á götu og óska til hamingju,“ skrifar Þóra. „Ég hef aldrei upplifað annað eins og þetta er mér mikils virði eftir þennan erfiða tíma. Takk allir innilega fyrir stuðninginn.“
Íslenska óperan Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12