Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 22:33 Bjarni Rúnar Ingvarsson er deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Vísir/Ívar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“ Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“
Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31