Tevez leggur skóna á hilluna vegna andláts föður síns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 22:00 Carlos Tevez hefur skorað sitt síðasta mark sem atvinnumaður. Mariano Gabriel Sanchez/Getty Images Argentínumaðurinn Carlos Tevez leggur skóna á hilluna 38 ára gamall eftir að föður hans lést. Tevez lék á sínum tíma með bæði Manchester United og City. Tevez hóf feril sinn hjá Boca Juniors í Argentínu áður en hann elti seðilinn til Corinthians í Brasilíu. Þaðan lá leiðin til West Ham United á Englandi sem þá var undir íslensku eignarhaldi. "I lost my number one fan" Carlos Tevez has called time on a glittering career https://t.co/bG68rTLBxh— talkSPORT (@talkSPORT) June 4, 2022 Tevez var ekki allra og segja má að ýmis vistaskipti hans hafi vakið athygli, undrun og reiði. Þó aldrei eins og þegar hann færði sig um set frá Manchester United til Manchester City árið 2009. Þaðan lá leiðin til Juventus á Ítalíu, heim til Boca áður en hann elti seðilinn á nýjan leik en að þessu sinni til Kína og svo aftur til Boca árið 2018 þar sem hann hefur spilað síðan 2018. „Það hefur verið erfitt að spila undanfarið ár en ég gat þó alltaf séð gamla manninn (föður sinn). Ég hef ákveðið að hætta að spila þar sem ég hef misst minn helsta stuðningsmann,“ sagði Tevez um ástæðu þess að skórnir væru farnir á hilluna. Tevez var gríðarlega vinnusamur framherji sem skoraði þó vel yfir 200 mörk á ferli sínum. Þá vann hann fjölda titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina þrívegis, FA bikarinn og ítölsku úrvalsdeildina tvívegis sem og Meistaradeild Evrópu og FA bikarinn einu sinni. Carlos Tevez gave us one of the coldest football photos pic.twitter.com/3yDMMX9BZw— B/R Football (@brfootball) June 4, 2022 Þá vann Tevez gull á Ólympíuleikunum með Argentínu ásamt því að enda þrívegis í öðru sæti Suður-Ameríkubikarsins. Fótbolti Tímamót Argentína Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Tevez hóf feril sinn hjá Boca Juniors í Argentínu áður en hann elti seðilinn til Corinthians í Brasilíu. Þaðan lá leiðin til West Ham United á Englandi sem þá var undir íslensku eignarhaldi. "I lost my number one fan" Carlos Tevez has called time on a glittering career https://t.co/bG68rTLBxh— talkSPORT (@talkSPORT) June 4, 2022 Tevez var ekki allra og segja má að ýmis vistaskipti hans hafi vakið athygli, undrun og reiði. Þó aldrei eins og þegar hann færði sig um set frá Manchester United til Manchester City árið 2009. Þaðan lá leiðin til Juventus á Ítalíu, heim til Boca áður en hann elti seðilinn á nýjan leik en að þessu sinni til Kína og svo aftur til Boca árið 2018 þar sem hann hefur spilað síðan 2018. „Það hefur verið erfitt að spila undanfarið ár en ég gat þó alltaf séð gamla manninn (föður sinn). Ég hef ákveðið að hætta að spila þar sem ég hef misst minn helsta stuðningsmann,“ sagði Tevez um ástæðu þess að skórnir væru farnir á hilluna. Tevez var gríðarlega vinnusamur framherji sem skoraði þó vel yfir 200 mörk á ferli sínum. Þá vann hann fjölda titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina þrívegis, FA bikarinn og ítölsku úrvalsdeildina tvívegis sem og Meistaradeild Evrópu og FA bikarinn einu sinni. Carlos Tevez gave us one of the coldest football photos pic.twitter.com/3yDMMX9BZw— B/R Football (@brfootball) June 4, 2022 Þá vann Tevez gull á Ólympíuleikunum með Argentínu ásamt því að enda þrívegis í öðru sæti Suður-Ameríkubikarsins.
Fótbolti Tímamót Argentína Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira