Sannfærð um að Ísland hefði unnið Eurovision og ákvað að læra íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 09:11 Louise ákvað að læra íslensku þar sem hún taldi Ísland líklegast til sigurs í Eurovision árið 2020, þegar keppnin var blásin af vegna Covid. Samsett Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun. Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku. Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira
Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku.
Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Sjá meira