„Fyrir utan grjót og mosa veit ég ekki hvað er svona merkilegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2022 15:41 Rainn gefur lítið fyrir ósnortna nátturu sem hann komst í tæri við. instagram Leikarinn Rainn Wilson, sem fór á kostum sem hinn sérvitri Dwight Schrute í gamanþáttaröðinni The Office, er staddur hér á landi. Hann er á ferðalagi um heiminn um þessar mundir fyrir þáttaseríu sína Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Í þáttaröðinni mun hann leita að gleðiríkustu áfangastöðum heims, líta yfir farinn veg og deila persónulegri reynslu sinni af andlegum veikindum. Grjót, mosi og pissuskálar hafa vakið athygli hans hér á landi. Fjallganga Urð og grjót. Uppímót. Ekkert nema urð og grjót. Já, og mosi. Rainn sannaði hið fornkveðna í bráðfyndnu myndbandi á Instagram í gær, að lokinni fjallgöngu í anda Tómasar Guðmundssonar. „Sjáið til, Ísland er fallegt land ef ykkur líkar við grjót og mosa. Ef ykkur líkar við grjót og mosa, komuð þið á réttan stað.“ sagði Rainn í myndbandi sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Fyrir utan það, veit ég ekki hvað er svona merkilegt. Nokkrir fuglar, ágætis landslag. Kíkið á Boca Raton í Flórída, það er huggulegur staður, “ sagði Rainn í kaldhæðnistón. Pissuskálar sem halda ekki vatni Annað sem vakið hefur athygli Rainn eru pissuskálarnar góðu, en Rainn klórar sér í kollinum yfir uppsetningu skálanna. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Ég er ekki viss um gagnsemi eðlisfræðinnar/rúmfræðarinnar í þessari uppsetningu“ skrifar Rainn á Instagram og fær athugasemdir á færslu sína um að hér á landi sé pissað rasskinn við rasskinn. Ferðalög Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Í þáttaröðinni mun hann leita að gleðiríkustu áfangastöðum heims, líta yfir farinn veg og deila persónulegri reynslu sinni af andlegum veikindum. Grjót, mosi og pissuskálar hafa vakið athygli hans hér á landi. Fjallganga Urð og grjót. Uppímót. Ekkert nema urð og grjót. Já, og mosi. Rainn sannaði hið fornkveðna í bráðfyndnu myndbandi á Instagram í gær, að lokinni fjallgöngu í anda Tómasar Guðmundssonar. „Sjáið til, Ísland er fallegt land ef ykkur líkar við grjót og mosa. Ef ykkur líkar við grjót og mosa, komuð þið á réttan stað.“ sagði Rainn í myndbandi sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Fyrir utan það, veit ég ekki hvað er svona merkilegt. Nokkrir fuglar, ágætis landslag. Kíkið á Boca Raton í Flórída, það er huggulegur staður, “ sagði Rainn í kaldhæðnistón. Pissuskálar sem halda ekki vatni Annað sem vakið hefur athygli Rainn eru pissuskálarnar góðu, en Rainn klórar sér í kollinum yfir uppsetningu skálanna. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Ég er ekki viss um gagnsemi eðlisfræðinnar/rúmfræðarinnar í þessari uppsetningu“ skrifar Rainn á Instagram og fær athugasemdir á færslu sína um að hér á landi sé pissað rasskinn við rasskinn.
Ferðalög Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira