Segir að Sara Björk myndi henta leikstíl Chelsea, Man City eða Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 13:01 Sara Björk fagnar sínum öðrum Evróputitli. Jonathan Moscrop/Getty Images Reikna má með að landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verði eftirsótt í sumar en samningur hennar við Evrópumeistara Lyon er við það að renna út. Hún segir sjálf að deildirnar í Englandi, Spáni og Þýskalandi heilli mest. Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira