Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2022 12:13 Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí árið 2021. Vísir/Lillý Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp. Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp.
Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira