Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2022 12:15 Meðal annars er mikil eftirspurn eftir starfsfólki í byggingariðnaði. Vísir/Vilhelm Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira