Lífið

Tók 48 tíma að gera staðinn hlý­legan og fal­legan

Atli Ísleifsson skrifar
Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, og Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi.
Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, og Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi. Stöð 2

„Aukningin er stöðug, aðallega er enn um ófatlaðar, íslenskar konur að ræða sem hingað koma en við viljum einnig ná betur til fatlaðra, fólks af erlendum uppruna, karla, eldri borgara og allra hinna sem verða fyrir ofbeldi,“ segir Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem nú er komið í nýtt húsnæði við Bleikargróf 6 í Reykjavík.

Sindri Sindrason fór og kynnti sér aðstæður en starfsmenn Bjarkarhlíðar sem eru aðeins fjórir, tóku sér aðeins 48 tíma til að gera staðinn eins heimilislegan og hlýlegan og þær gátu.

Og hér að neðan má sjá afraksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×