Nýir eigendur Galtalækjar taka því rólega en stefna á deiliskipulagningu Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 11:09 Nýir eigendur Galtalækjar munu að öllum líkindum ekki hafa mikil not fyrir aðalþjónustuhúsið á gamla tjaldsvæðinu. vísir/óttar Vinjar ehf., félag í eigu nokkurra fjárfesta, hefur gengið frá kaupum á Galtalækjarskógi og hluta af Merkihvolslandi, sem liggur austur af skóginum. Stjórnarformaður félagsins segir stefnuna fyrst og fremst vera að koma svæðinu í sómasamlegt ástand. Sem stendur eru engin frekari áform um nýtingu landsins. Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Skúli K. Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda Vinja ehf., segist hafa gengið um með hugmyndina að kaupum á Galtalækjarlandinu í maganum í lengri tíma, í samtali við Vísi. Hann segir að svæðið hafi verið í niðurníðslu lengi og að hann ásamt góðum hópi af fólki hafi ákveðið að bjarga svæðinu en margir eiga góðar minningar af útilegum og útihátíðum á svæðinu. Skúli segir að svæðið í núverandi mynd sé jafnvel hættulegt en leiksvæði eru til að mynda í mikilli niðurníðslu. Leiktæki í niðurníðslu geta verið börnum hættuleg.vísir/óttar Skúli segir fyrsta verk á dagskrá vera að hreinsa svæðið og selja eða jafnvel gefa ýmis smáhýsi á borð við salernisaðstöður og verslunarkofa. Þá er stefnt að því að gera upp gistiheimilið Lönguhlíð, sem hann segir þó að sé í sæmilegu ástandi. Fyrsta mál á dagskrá er að koma Lönguhlíð í stand.vísir/óttar „Svo ætlum við, það er ekkert launungarmál, að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélagið, þetta eru 84 hektarar. En það er alveg ljóst að það er engin græðgishyggja í þessu, við erum ekkert að fara að lúsnýta þetta. Við ætlum að fallega og gera þetta vel þannig að þetta verði öllum til sóma,“ segir Skúli. Landið er nokkuð víðáttumikið.vísir/óttar Kaupverðið liggur ekki fyrir en Skúli segir að fjárfestahópurinn sé nægilega stór til að fjárfestingin sé ekki mjög stór fyrir hvern og einn. Árið 2021 setti þrotabú Steingríms Wernerssonar landið á sölu fyrir tvö hundruð milljónir króna. Lítil sumarhúsabyggð er á svæðinu en Skúli segir að nýjir eigendur hafi átt gott samtal við eigendur sumarhúsana, sem öll eru á leigulóðum. Hann segir alla leigusamninga gilda til minnst tíu ára til viðbótar og að staðan verði metin á ný að þeim liðnum. Stefna ekki að útíhátíðahaldi Þegar Galtalækur gengur kaupum og sölum kemur einungis ein spurning upp í huga flestra, verður útihátíðin í Galtalæk endurreist. Skúli svarar þeirri spurningu neitandi. „Þú veist hvernig þetta er í dag, reglugerðarverkið er orðið svo svakalegt að það stendur ekkert undir neinu að gera þetta, þú þarft að uppfylla svo rosalega margt. Þannig að þó það væri gaman að gera eitthvað svona þá erum við bara ekkert í þessu, og við erum ekki tilbúnir að vera einhverjir sjálfboðaliðar,“ segir Skúli. Ófáir muna eftir því að skemmta sér á balli í Heklu.vísir/óttar
Rangárþing ytra Tjaldsvæði Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira