Tvö sambönd drógu KSÍ á asnaeyrunum og enn er beðið Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 22:30 Erlend knattspyrnusambönd virðast ekki vilja koma til Íslands og setja kostnaðinn fyrir sig, að sögn framkvæmdastjóra KSÍ. Ísland ætti þó að fá leik fyrir EM, á útivelli. vísir/hulda margrét Rétt rúmur mánuður er þar til að stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja keppni á EM í Englandi. Samt hefur enn ekki verið tilkynnt um einn einasta vináttulandsleik fyrir liðið til undirbúnings fyrir mótið. Á meðan að andstæðingar Íslands á EM hafa allir gefið út hvaða liðum þeir mæta í undirbúningnum fyrir EM er enn ekkert frágengið í þessum efnum hvað Ísland varðar. Vonir standa þó til að hægt verði að tilkynna um andstæðing í þessari viku en þó er ljóst að stelpurnar okkar munu ekki fá að kveðja Ísland með heimaleik fyrir EM. „Staðan er sú að við erum komin með munnlegt loforð um útileik og við vorum síðast í gær að ýta á eftir samningi um þann leik. Um leið og við fáum það í gegn munum við greina frá því hvar sá leikur verður,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Það hefur hins vegar sýnt sig að munnlegt loforð er ekki trygging fyrir því að Ísland fái leik: „Okkur finnst þetta ekki þægileg staða. Við vorum tvisvar sinnum komin með munnlegt loforð um leik sem að bæði duttu upp fyrir,“ segir Klara. „Biðum í tvær vikur en ekkert gerðist“ Um var að ræða eina Norðurlandaþjóð og svo topplið úr annarri heimsálfu en Evrópu sem virtist allt í einu telja of langt að ferðast til Íslands: „Þá vorum við eftir leikjalaus og leituðum þá til þeirra Evrópuþjóða sem enn komu til greina, og erum komin langleiðina með að tryggja okkur leik en það endar á að vera útileikur. Auðvitað hefðum við kosið að vera með heimaleik áður en liðið færi á EM en við vorum komin með bakið upp við vegg í þessu máli.“ Glódís Perla Viggósdóttir er ein af sjö leikmönnum íslenska landsliðsins sem mæta fyrr en aðrar til undirbúnings fyrir EM, þar sem leiktíðinni er lokið í Þýskalandi.Getty Aðspurð hvort þetta sé ekki vandræðaleg staða, að ekki sé enn komið á hreint hvaða liði Ísland mætir nú þegar skammt er í EM, ítrekar Klara að þetta sé vissulega ekki þægileg staða. „En eins og ég segi þá töldum við okkur í tveimur tilfellum vera komin með leiki en í báðum tilfellum var bakkað út áður en skriflegur samningur var í höfn. Í annað skiptið var ég búin að skrifa undir samning og sá samningur farinn út, og við biðum í tvær vikur en ekkert gerðist og við vorum í raun svikin um það. Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en við erum búin að tala við svo til allar þjóðir í Evrópu og margar þjóðir utan Evrópu en það heillaði greinilega ekki mikið að koma til Íslands og spila þar. Síðustu ár höfum við ekki fengið marga vináttuleiki heim. Liðum finnst langt að koma til okkar og þau setja verðið fyrir sig – finnst allt vera dýrt hjá okkur. Þetta er því staðan. Við notuðum umboðsmenn til að leita að leikjum fyrir okkur og töldum okkur tvisvar vera komin með mjög góða kosti á Laugardalsvöll en því miður gekk það ekki eftir.“ Æfa nærri höfuðstöðvum Puma í aðdraganda EM Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 20. júní á Íslandi en þó verða þeir leikmenn sem spila í vetrardeildum, það er að segja á Englandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi, komnir til móts við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara fyrr. Ef hlutirnir ganga upp ferðast liðið svo til Evrópu og spilar vináttulandsleik 29. júní, og heldur í framhaldinu undirbúningi sínum áfram í nágrenni höfuðstöðva Puma sem eru í Herzogenaurach í Þýskalandi. Þaðan fer liðið svo til Englands skömmu fyrir fyrsta leik á EM sem verður gegn Belgíu í Manchester 10. júlí. Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Í aðdraganda EM leika Belgar vináttuleiki við England, Norður-Írland, Austurríki og Lúxemborg. Frakkar leika gegn Kamerún og Víetnam, og Ítalir mæta Spánverjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Glódís með á æfingu Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Sjá meira
Á meðan að andstæðingar Íslands á EM hafa allir gefið út hvaða liðum þeir mæta í undirbúningnum fyrir EM er enn ekkert frágengið í þessum efnum hvað Ísland varðar. Vonir standa þó til að hægt verði að tilkynna um andstæðing í þessari viku en þó er ljóst að stelpurnar okkar munu ekki fá að kveðja Ísland með heimaleik fyrir EM. „Staðan er sú að við erum komin með munnlegt loforð um útileik og við vorum síðast í gær að ýta á eftir samningi um þann leik. Um leið og við fáum það í gegn munum við greina frá því hvar sá leikur verður,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Það hefur hins vegar sýnt sig að munnlegt loforð er ekki trygging fyrir því að Ísland fái leik: „Okkur finnst þetta ekki þægileg staða. Við vorum tvisvar sinnum komin með munnlegt loforð um leik sem að bæði duttu upp fyrir,“ segir Klara. „Biðum í tvær vikur en ekkert gerðist“ Um var að ræða eina Norðurlandaþjóð og svo topplið úr annarri heimsálfu en Evrópu sem virtist allt í einu telja of langt að ferðast til Íslands: „Þá vorum við eftir leikjalaus og leituðum þá til þeirra Evrópuþjóða sem enn komu til greina, og erum komin langleiðina með að tryggja okkur leik en það endar á að vera útileikur. Auðvitað hefðum við kosið að vera með heimaleik áður en liðið færi á EM en við vorum komin með bakið upp við vegg í þessu máli.“ Glódís Perla Viggósdóttir er ein af sjö leikmönnum íslenska landsliðsins sem mæta fyrr en aðrar til undirbúnings fyrir EM, þar sem leiktíðinni er lokið í Þýskalandi.Getty Aðspurð hvort þetta sé ekki vandræðaleg staða, að ekki sé enn komið á hreint hvaða liði Ísland mætir nú þegar skammt er í EM, ítrekar Klara að þetta sé vissulega ekki þægileg staða. „En eins og ég segi þá töldum við okkur í tveimur tilfellum vera komin með leiki en í báðum tilfellum var bakkað út áður en skriflegur samningur var í höfn. Í annað skiptið var ég búin að skrifa undir samning og sá samningur farinn út, og við biðum í tvær vikur en ekkert gerðist og við vorum í raun svikin um það. Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en við erum búin að tala við svo til allar þjóðir í Evrópu og margar þjóðir utan Evrópu en það heillaði greinilega ekki mikið að koma til Íslands og spila þar. Síðustu ár höfum við ekki fengið marga vináttuleiki heim. Liðum finnst langt að koma til okkar og þau setja verðið fyrir sig – finnst allt vera dýrt hjá okkur. Þetta er því staðan. Við notuðum umboðsmenn til að leita að leikjum fyrir okkur og töldum okkur tvisvar vera komin með mjög góða kosti á Laugardalsvöll en því miður gekk það ekki eftir.“ Æfa nærri höfuðstöðvum Puma í aðdraganda EM Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 20. júní á Íslandi en þó verða þeir leikmenn sem spila í vetrardeildum, það er að segja á Englandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi, komnir til móts við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara fyrr. Ef hlutirnir ganga upp ferðast liðið svo til Evrópu og spilar vináttulandsleik 29. júní, og heldur í framhaldinu undirbúningi sínum áfram í nágrenni höfuðstöðva Puma sem eru í Herzogenaurach í Þýskalandi. Þaðan fer liðið svo til Englands skömmu fyrir fyrsta leik á EM sem verður gegn Belgíu í Manchester 10. júlí. Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Í aðdraganda EM leika Belgar vináttuleiki við England, Norður-Írland, Austurríki og Lúxemborg. Frakkar leika gegn Kamerún og Víetnam, og Ítalir mæta Spánverjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Glódís með á æfingu Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Sjá meira