Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2022 15:44 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna en boðnir voru 827,3 milljónir af áður útgefnum hlutum. Í sölubók A var rúmlega þreföld eftirspurn og fimmföld í tilboðsbók B. Alls var seldur 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir 7,9 milljarðar króna. Innherji greindi frá því á dögunum að almennir fjárfestar hafi fengið úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur. Miðað við það sölugengi er allt hlutafé Ölgerðarinnar, sem er stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, nú metið á meira en 28 milljarða króna. Farið fram úr björtustu vonum Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikið af ungu fólki keypti hlut í fyrirtækinu. „Við erum í skýjunum með þessar frábæru móttökur sem færa stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar. Við vonuðumst vissulega eftir góðum viðbrögðum, en þau fóru fram úr okkar björtustu vonum og sýna að viðskiptavinir og fjárfestar hafa trú á fyrirtækinu, vörum okkar, þjónustu og framtíðarsýn,“ er haft eftir Andra í tilkynningu. Heildartekjur Ölgerðarinnar á síðasta fjárhagsári námu tæplega 32 milljörðum króna og EBITDA hagnaður félagsins var nærri 3,3 milljarðar króna. Gjald- og eindagi áskrifta er 3. júní og er ráðgert er að viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar hefjist í Kauphöllinni fimmtudaginn 9. júní. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með útboðinu. Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans. 23. maí 2022 11:18 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni en alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna en boðnir voru 827,3 milljónir af áður útgefnum hlutum. Í sölubók A var rúmlega þreföld eftirspurn og fimmföld í tilboðsbók B. Alls var seldur 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir 7,9 milljarðar króna. Innherji greindi frá því á dögunum að almennir fjárfestar hafi fengið úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur. Miðað við það sölugengi er allt hlutafé Ölgerðarinnar, sem er stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, nú metið á meira en 28 milljarða króna. Farið fram úr björtustu vonum Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikið af ungu fólki keypti hlut í fyrirtækinu. „Við erum í skýjunum með þessar frábæru móttökur sem færa stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar. Við vonuðumst vissulega eftir góðum viðbrögðum, en þau fóru fram úr okkar björtustu vonum og sýna að viðskiptavinir og fjárfestar hafa trú á fyrirtækinu, vörum okkar, þjónustu og framtíðarsýn,“ er haft eftir Andra í tilkynningu. Heildartekjur Ölgerðarinnar á síðasta fjárhagsári námu tæplega 32 milljörðum króna og EBITDA hagnaður félagsins var nærri 3,3 milljarðar króna. Gjald- og eindagi áskrifta er 3. júní og er ráðgert er að viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar hefjist í Kauphöllinni fimmtudaginn 9. júní. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með útboðinu.
Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans. 23. maí 2022 11:18 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00
Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans. 23. maí 2022 11:18
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun