Viðskiptahalli ekki verið meiri frá hruni Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 16:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist hærri en hann hefur mælst frá fjármálakreppunni árið 2008. Aldrei þessu vant var halli á öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins en greiningardeild Íslandsbanka hefur ekki hringt viðvörunarbjöllum enda reiknar hún með því að þjóðarbúið rétti úr kútnum innan skamms. Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira