Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 11:19 Forsætisráðherrann Metta Frederiksen og eiginmaður hennar Bo Tengberg á kjörstað í Værløse í morgun. AP Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu og breytts öryggisumhverfis í álfunni. Mætti forsætisráðherrann á kjörstað í morgun og sagði við fjölmiðla að hún hafi „kosið með hjartanu“ og merkt við „já“. Breytingin myndi „styrkja öryggi“ Danmerkur. Danmörk er sem stendur eina aðildarríki Evrópusambandsins sem ekki tekur þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Núverandi fyrirkomulag felur í sér að Danir taka ekki þátt í þeim hluta sameiginlegu utanríkis- og öryggistefnu sambandsins sem snýr að varnarmálum. Þannig taka Danir ekki þátt í sameiginlegum hernaðarverkefnum ESB og fjármögnun þeirra. Sömuleiðis taka Danir heldur ekki þátt í sendingum hergagna á vegum sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Skoðanakannanir hafa bent til þess að fjörutíu prósent Dana séu nú fylgjandi þátttöku í varnarsamstarfi ESB-ríkja og um þrjátíu prósent andvíg. Um fjórðungur segist óákveðinn. Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu og breytts öryggisumhverfis í álfunni. Mætti forsætisráðherrann á kjörstað í morgun og sagði við fjölmiðla að hún hafi „kosið með hjartanu“ og merkt við „já“. Breytingin myndi „styrkja öryggi“ Danmerkur. Danmörk er sem stendur eina aðildarríki Evrópusambandsins sem ekki tekur þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Núverandi fyrirkomulag felur í sér að Danir taka ekki þátt í þeim hluta sameiginlegu utanríkis- og öryggistefnu sambandsins sem snýr að varnarmálum. Þannig taka Danir ekki þátt í sameiginlegum hernaðarverkefnum ESB og fjármögnun þeirra. Sömuleiðis taka Danir heldur ekki þátt í sendingum hergagna á vegum sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Skoðanakannanir hafa bent til þess að fjörutíu prósent Dana séu nú fylgjandi þátttöku í varnarsamstarfi ESB-ríkja og um þrjátíu prósent andvíg. Um fjórðungur segist óákveðinn.
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30