Fótbolti

Átta sem léku úrslitaleikinn í liði tímabilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool og Real Madrid eiga samtals átta leikmenn í liði tímabilsins í Meistaradeild Evrópu.
Liverpool og Real Madrid eiga samtals átta leikmenn í liði tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Joosep Martinson - UEFA/UEFA via Getty Images

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sett saman lið tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Átta af ellefu leikmönnum liðsins léku til úrslita, fjórir leikmenn Liverpool og fjórir leikmenn Real Madrid.

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid stendur á milli stanganna, en Belginn var hreint út sagt magnaður í úrslitaleiknum þegar Madrídingar tryggðu sér sigur í keppninni í 14. sinn í sögunni.

UEFA stillir svo upp í fjögurra manna varnarlínu þar sem Liverpool á þrjá fulltrúa. Bakverðirnir Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold eru sitt hvorum megin við liðsfélaga sinn Virgil van Dijk og Chelsea-manninn Antonio Rüdiger.

Liverpool-maðurinn Fabinho er á miðri miðjunni með Kevin De Bruyne, leikmann Englandsmeistara Manchester City, hægra megin við sig og hinn síunga Luka Modric vinstra megin.

Í fremstu víglínu er Kylian Mbappé með þeim Karim Benzema og Vinicius Junior. Benzema var valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeildinni og Vinicius Junior besti ungi leikmaðurinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×